4.9.2007 | 20:08
HERBALIFE.........Skyndilausn eða....
Ég hætti að reykja fyrir mörgum mánuðum síðan og er mjög stolt af því ...en það er með þetta eins og annað að þessu fylgir svo sem ekki tóm hamingja.... ég datt nefninlega í aðra fíkn um leið og ég sagði skilið við tóbakið... og nú ét ég allt sem ég kemst í tæri við sama hvað það er... og þó eru súkkulaði, rjómi og ís mjög ofarlega á vinsældarlistanum ... það er skemmst frá því að segja að utan á mig hlaðast aukakílóin sem aldrei fyrr.... og ég er á bömmer..... Hvað gera konur þá.... já akkurat..... HERBALIFE !!!!!
Ég tók mig til, fór á kynningarfund, hitti fullt af hressu, fallegu og vingjarnlegu fólki sem átti það sameiginlegt að vera á Herbalife..... ég leit öfundaraugum á þetta fólk, reif upp veskið, pantaði og borgaði fyrir startpakkann.... nú skyldi tekið á því.....
Ég byrjaði á "kúrnum" sl laugardag, tók þetta af fullri alvöru;Tveir "sheikar" á dag, vítamínin, létt hollusta á milli mála og svo góð, holl máltíð að kveldi...... Ég fer í gönguferðir þar sem ég spenni magavöðvana, spenni rassvöðvana og tek lítil skref...allt eftir bókinni.... Í dag er þriðjudagur og mér er enn flökurt .... ekki það... mér finnst "sheikin" mjög góður á bragðið... en ég er með stöðugan magaverk og flökuleika...... og nú vil ég spyrja..... er einhver þarna úti sem þekkir þessa vöru af eigin raun og kannast við þetta....ég er að bilast.... ég meina skyldi allt þetta fallega og hraustlega fólk sem ég hitti á kynningunni hafa þjáðst af þessum andsk..... fyrstu dagana...eða hefur þetta verið tóm hamingja frá upphafi ......Elskurnar mínar..... ég er pínu desperat hérna......
Athugasemdir
Dúllan mín. Hættu strax!!! Þetta er óþverri og ekkert annað. Þú ert ekki feit frekar en ég er hamingjusamlega gift.
Þú ert falleg eins og þú ert og sjaldan fallegri en nú!
Hrönn Sigurðardóttir, 4.9.2007 kl. 20:58
ahahaha.... Ó Hrönn þú drepur mig einn góðan veðurdag........þú ert allveg met....
Fanney Björg Karlsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:20
Tek undir hvert orð hjá henni Hrönn. Hættu strax, Fanney fabolous. Ég er ekki að andhæfa eða andmæla Herbalife, hvað þá tala illa um það, enda eru vinir mínir í þessari sölumennsku og maður vanvirðir ekki trú annarra....EN, það er sykur í þessu dufti, legg nú ekki meira á þig, og það eru örvanndi efni í te-inu. Ég myndi nú bara gera eins og hún vinnufélagi þinn forn gerði í dag: Fá sér 5 Frazier karamellur kl. 16, eitt Conga kl. 17, einn Remi-kexpakka kl. 19 og svo tvær skúbbur af ís klukkan 20.30. Þetta kalla ég sko að lifa.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:23
mmmm svei mér ef ég tek þig ekki á orðinu Guðny Anna mín.... því ég veit fátt eins gott og súkkulaði og soleis nauðsynjar.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.