14.8.2007 | 23:38
Kvöldganga
Fórum í kvöldgöngu,.... hin heilaga þrenning...... Fanney, Hekla, Trausti..... Fallegt kvöld,en frekar kallt... haustið farið að minna hressilega á sig.... Þar sem við gengum í háu grasi, ....sannkallaður frumskógur fyrir lítinn hund sem hélt í augnablik að hann væri konungur dýranna, rákumst við á Kjark..... allveg upp úr þurru.... þarna lá hann í leyni bak við runna, rófan breið eins og á rebba.... ég kallaði til hans... hann snéri sér við og var frekar íllilegur á svipinn, þegar ég kom nær sá ég að ofdekraði innikötturinn minn hafði lennt í áflogum...... hann var allur rifinn og reyttur...(smá ýkjur..)..og hann ætlaði sér ekki að fylgja þrenningunni heim á leið....lét öllum íllum látum þegar ég reyndi að nálgast hann...... skömmu síðar sáum við hvers kyns var....... hann hafði lennt á séns.... undan runnanum byrtist lítil gul læða og mjálmaði ámátlega..... svona eins og hún væri að kalla á hann...... og hann náttúrulega elti kvensuna..... svei mér.... það eru allir karlar eins.... og Kjarkur er meira að segja geltur...... en hann er sjálfsagt búin að gleyma því greyið og upplifir sig sem mesta töffara í heimi.....
Nokkrar myndir sem ég tók í kvöld.....
Athugasemdir
Gvöð, en rómó. Er ekki skortur á iðjuþjálfum í sveitinni?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.8.2007 kl. 23:43
Rosalega lítur þetta vel út hjá ykkur....
Á "bóndinn" kannski einhverja vini sem eru á lausu og eru velviljaðir óþekkum hundum og konum?
tíhí
PS Er hugsanlega í fríi á föstudaginn. Hringdu allavega á undan þér ef þú ert að spá í að kíkja á hús þá. Beinn sími hjá mér er: 4800-405
Knús
Hrönn Sigurðardóttir, 15.8.2007 kl. 21:17
Já Guðný mín finnst þér ekki rómantíkin yndisleg..... það er sama hvar leitað er það vantar allsstaðar iðjuþjálfa....... bara spurning hvað þeir vilja borga fyrir einn slíkan
Hrönn mín ég fer strax á stúfana í vinahóp bóndans og finn einn sem elskar konu og hunda.......
Fanney Björg Karlsdóttir, 15.8.2007 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.