14.8.2007 | 15:37
Nú fer.....
.... að líða að því að maður mæti í vinnu á ný eftir sumarfrí... get nú ekki sagt að tilhlökkunin sé geigvænleg Er búin að vera á sama vinnustað í tíu ár...... og stundum finnst manni eins og það sé orðið tímabært að skipta...Ekki það að mér líkar ágætlega á þessum vinnustað og vinnan finnst mér mjög skemmtileg það er bara komin upp einhver þreyta.... það skyldi þá aldrei vera að þetta sé aldurstengt.... ég "fjöríuárakrísan" sé að banka upp á hjá mér í öllu sínu veldi.... kanski þetta sé einhver blús sem líður hjá.......... án þess að það verði neinar stórtækar breytingar.....
Athugasemdir
Já, kannski væri réttast að skipta um vinnu á sjö ára fresti......
Það hvarflar stundum að mér!
Rosalega falleg blómin þín!! Líka fíflarnir sem ég kalla hina vanmetnu vorboða
Knús
Hrönn Sigurðardóttir, 14.8.2007 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.