11.8.2007 | 11:38
lífstíll.....
.... nei sko nú verður eitthvað að fara að gerast.... ég er á leiðinni að tileinka mér lífstíl sem ég er engan vegin sátt við...... Ég hætti að reykja fyrir þó nokkru síðan og það hefur gengið allveg glimrandi vel.... nema hvað að því virðist þannig varið með mig að ef ég segi skilið við einn ósiðinn þá tek ég annan upp..... nú sit ég og úða í mig allskyns óþverra... súkkulaði...mmmm.... nota rjóma í kaffið... úlalalala...grilla eins og ég eigi lífið að leysa..og þannig get ég haldið áfram endalaus..... að telja upp meina ég.....En þetta væri svo sem allt í stakasta lagi... nema... vegna þess að utan á mig sest allt þetta sem ég úða í mig.... og fyrir manneskju sem alltaf hefur verið undir kjörþyngd þá er þetta allveg major sjokk......kanski engin heimsendir..en samt....
En nú skal blaðinu snúið við.... ég ætla að klára súkkulaðilagerinn minn og rjómann sem er í ísskápnum .... maður hendir ekki mat....tja... allavega ekki þessum.......og svo skal tekið á því.... Ætla að taka Hrönn vinkonu mína til fyrirmyndar og fara út í skóg að skokka.... soldið langt í næsta skóg hér hjá mér... en skítt með það... ég hlýt að finna einhverjar hríslur hér í nágrenninu og kallað það skóg... svo er aldrei að vita nema ég lendi í svona skemmtilegum ævintýrum eins og hún og ekki er það verra.....
.... það hefur svo sem hvarlað að mér líka að byrja að reykja aftur... þá myndur kílóin í það minnsta fjúka...... en ég held samt ekki...... það er svo djöfulli vond lykt af þessu helv...
Athugasemdir
Þetta líst mér á Hægt að finna æfingaplan á www.hlaup.is
http://hlaup.is/displayer.asp?cat_id=139&module_id=220&element_id=3423&nl=true
Marinó Már Marinósson, 11.8.2007 kl. 14:24
Þetta snýst allt um hugarfar dúllan mín og að hafa ímyndunaraflið í lagi svo þér leiðist ekki.......
Held að það ætti alveg að ganga hjá þér
Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2007 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.