helgin......

Þá er verslunarmannahelgin um garð gengin,og svei mér þá ef þetta hefur ekki bara verið hin besta helgi... allavega skemmti ég mér vel hér í sveitinni og hafði það bara asskoti gott.

Á sunnudagskvöldinu kveiktum við heljarinnar bál og hófum upp raust okkar að hætti eyjamanna þannig að úr varð hinn fínasti brekkusöngur Myndir 103Tounge.... Árni Johnsen hvað.......

                                             

Myndir 115

Á mánudeginum fengum við svo góða heimskókn, Hrönn vinkona mín frá Selfossi mætti á svæðið með Loka sínum,alltaf gaman að hitta gott og skemmtilegt fólk......Loki tók að sér að kenna Heklu litlu eitt og annað um hundasiði... þannig að sú stutta varð gjörsamlega bergnumin yfir þessum gáfaða hundi sem kom úr kaupstaðnum.....

 

Myndir 154Takk fyrir komuna kæra vinkona, hittumst fljótt aftur...... og hafðu þá endilega með þér þennan stórgáfaða hund sem tók að sér m.a. smala óvelkomnu fé úr landareigninni...DevilGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert svo mikil dama!! Með hvítvín í staupi á semiþjóðhjátíð.... Hver önnur mundi gera slíkt?

Kem örugglega aftur til ykkar - Loka fannst svo gaman að smala - hann suðar daglega um að fara aftur til Trausta bónda  Annars var hann svo gjörsamlega búinn á því þegar við komum heim að hann hneig niður og hreyfði sig ekki það sem eftir lifði kvölds...... Vonandi bíður plantan ykkar þessarar heimsóknar jafnspennt.......

Ertu búin að fá póstinn frá mér?

Knúsímús

Hrönn Sigurðardóttir, 8.8.2007 kl. 19:56

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ahahah jú jú ég held að plantan bíði allveg jafnspennt og við Hekla eftir næstu heimsókn ykkar Loka.....

..... en pósturinn hefur ekki skilað sér...ekki enn í það minnsta....

Fanney Björg Karlsdóttir, 9.8.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband