5.8.2007 | 06:04
morgunstund gefur.......
Tók daginn snemma.... og hvílik dýrð
Veðrið er yndislegt og himininn er stórfenglegur á að líta. Í sveitinni er allt og allir að vakna til lífsins, haninn sperrir sig sem aldrei fyrr og hrossin standa og stara agndofa á þessa konu sem komin er á fætur óvenju snemma miða við hennar aldur og fyrri störf
.... hef svo sem ekki verið þekkt fyrir að rífa mig upp og æða út og dásama... tja ... bara lífið í heild sinni á þessum tíma sólahrings... ekki nema ... ef skyldi vera...... að maður væri á leiðinni heim eftir gott party eða djamm
en því er sko ekki að heilsa nú.. sit hér .. heilbrigðið upp málað... bíð eftir því að tíkin mín litla sæta ljúki við að borða morgunmatinn sinn svo að ég geti fylgt henni út á hlað til að sk...
... og svo er ég að spá í að leggja mig aftur.
......En góðan dag, góðan dag.....
Athugasemdir
Frábært að taka daginn snemma. Enn betra að skríða aftur uppí þegar maður er búinn að sinna skyldustörfunum
Hrönn Sigurðardóttir, 5.8.2007 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.