4.8.2007 | 00:45
Útilegur......
Ég hef ekki verið þekkt fyrir það að vera mikil útilegukona um verslunarmannahelgar... en þó hef ég farið í þær nokkrar og bara skemmt mér þokkalega... man eftir einni þar sem við vinkonurnar skruppum í Húsafell. Við vorum 6 saman, tjölduðum í myrkri einhversstaðar á vonlausum stað, opnuðum rauðvín og átum osta... reglulega kúltiveraðar....... fyrsta kvöldið..... og svo segi ég ekki meir um þá ferð..... en mikið djö... var gaman
Svo var það fyrir nokkrum árum að mér var hálfvegis stillt upp við vegg...eða þannig ..
Þannig var að dóttir mín,sem þá var fimmtán vetra, vildi allveg ólm skjótast með vinum sínum og öðrum landsmönnum á þjóðhátíð í eyjum.... akkurat.... glætan að ég hefði hleypt henni þangað.... án fylgdar ábyrgrar móður..... En það var ekki nóg að segja bara nei og aftur nei.... ég varð að koma með annað tilboð... Tilboðið hljómaði upp á það að ég færi með henni og vinkonum hennar í Galtalæk..... hún fór nú ekkert hamförum af spennu né eftirvæntingu...... en það varð úr að ég fyllti bílinn af unglingum og aðrir unglingar fengu far hjá foreldrum sínum austur í dýrðina Ég varð svona eins og átján barna móðir í Galtalæk...... ég tjaldaði stóra hústjaldinu mínu og unglingarnir kúlutjaldinu sínu í "túnfætinum" hjá mömmu gömlu.....Boðið var upp á allveg þrusu dagskrá þetta árið, Stuðmenn, Í svörtum fötum ofl ofl...... það er styðst frá því að segja að þetta varð ein alskemmtilegasta verslunarmannahelgin sem ég hef upplifað....Krakkarnir voru eins og hugur manns, fóru í einu og öllu eftir þeim reglum sem settar voru, og ég fór eftir þeim reglum sem þau settu mér..... allveg hrein dásemd.....
Athugasemdir
....eins og unglingar yfirleitt eru! Hef aldrei verið þekkt fyrir að hafa gaman af börnum en þegar þau eru orðin fimm ára og eldri kem ég sterk inn! Og þegar þau eru orðin gelgjur fer ég að hafa verulega gaman að þeim.....
Hrönn Sigurðardóttir, 4.8.2007 kl. 00:50
Það er nú örugglega hægt að eiga leiðinlegri mömmu en þig, Fröken Fanney. Ég á erfitt með útilegur, af því að það er ekki lúxus-klósettaðstaða, sturtuklefi á heimsmælikvarða og góð hitun. Svona lúxusdýr eins og ég eiga dáldið erfitt með þetta og það eru til nokkrar góðar sögur í vinahópnum af tilraunum mínum til útilegulífs frá því á árum áður. Segi ekki hvenær.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.8.2007 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.