28.7.2007 | 13:18
Vaknaði
.....við það í morgun kl 08.00 að síminn hringdi eins og hann ætti lifið að leysa, á hinum enda línunnar var frumburðurinn með þau gleðitíðindi að hún hefði fengið inngöngu í Viðskiptaháskólann í Árósum... húrra húrra .. til hamingju með þetta Matthildur mín....
Við sóttum tíkina í gær.. og þvílíkt bjútí..... Hún heitir Hekla og er átta vikna labrador.. þannig að ég mun eyða þessu þriggja vikna sumarfríi í svona hálfgert "fæðingarorlof"...þetta er ekki svo galin samliking því að það er engu líkara en að inn á heimilið hafi komið pínulítið ungabarn. Núna erum við búin að teppaleggja nánast í hólf og gólf með dagblöðum því að ætlunin er að Hekla átti sig á því að þar eigi hún að gera sín stykki ....... sniðugt......... en þar sem þetta er með einsdæmum skynsöm tík þá verður hún farin að míga og sk... úti eins og venjulegur hundur áður en langt um líður.........
Já hugsa sér.... það þarf nú ekki mikið til að gleðja mann.
Athugasemdir
Til hamingju með Matthildi!!
Til hamingju með Heklu!!
Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 13:46
Gott fæðingarorlof kellingin mín! Bið að heilsa húsdýrunum....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.7.2007 kl. 20:36
-- gleymdi að segja til hamingju með skólavist frumburðarins; svonanokkuð er alltaf rosalega gleðilegt. Gangi henni vel!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.7.2007 kl. 21:43
takk fyrir það stelpur mínar
Fanney Björg Karlsdóttir, 30.7.2007 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.