Helgin

Lagði land undir fót um helgina. Fórum í Skaftafell nokkur saman og gengum á Kristínatinda.... allveg mögnuð leið.  Það er reiknað með að gangan á tindinn taki u.þ.b. sjö tíma en við vorum ekkert að flýta okkur og gáfum okkur heila níu tíma í þetta, en þeim tímum var vel varið. Landslagið þarna er bæði stórbrotið og fallegt, fossar og  jökull.... hvað getur maður  beðið um meira..... jú jú náttúrulega  góðan hóp til að ganga með... Wink Við stofnuðum  þarna formlegan gönguhóp, gáfum honum nafn og alles.... hópurinn verður hér eftir nefndur  "Mountain  Mama"... og þá er bara eftir að hanna merki hópsins og semja löginWink ......en það  er allt saman í bígerðmyndir 478

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

æj hvað ég er glöð að þú ert komin aftur - hélt ég væri búin að týna þér.... aftur

Þetta hefur verið frábær ferð. Þið hafið komið víða við - enda munar kannski ekki um að ganga Fjaðrárgljúfur þegar maður fer á Tindinn

Faðmlag til þín dúlla

Hrönn Sigurðardóttir, 25.7.2007 kl. 08:47

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Yndislegar myndir. Greinilega hefur þetta verið frábær túr. Þú hefur yngst, enda er sagt að ástin geri konuna unga. Hrönn getur örugglega hjálpað þér að semja texta við lögin sem á syngja í MM göngutúrunum.  Góðar stundir, krúsin mín.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.7.2007 kl. 20:41

3 identicon

frábær mynd, notaðr þú bæði sjampó og næringu?????...hahaha

biðjum að heilsa þér vinkona.

FH og Mrs E

Finnbogi H (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 19:51

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Finnbogi !!!  það er svona sem hárið á konum lítur út þegar þær eru búnar að búa í tjaldi í rúman sólahring og ganga einhverja tugi kílómetra.... sexy... finnst þér ekki

Fanney Björg Karlsdóttir, 5.8.2007 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband