8.7.2007 | 12:44
Dagurinn í dag.....
Bono er enn týndur.... eða þannig.. ég sé þess greinileg merki um að hann hafi rekið inn nefið í nótt því að matardallarnir eru gjörsamlega tómir og ég veit það fyrir víst að Kjarkur er ekki svona duglegur að borða matinn sinn. Þetta staðfestir þá trú mína að Bono sé með eindæmum langrækinn og fýlugjarn köttur.... en hann um það...... ég er ekkert rosa sár.... en samt....
Við fórum í smá bíltúr í gær, keyrðum inn Búðarháls,lögðum bílnum og gengum sem leið lá að Dynk sem er einn stærsti fossinn sem fellur í Þjórsá... allveg stórfenglegur að sjá. Veðrið var allveg frábært.. kanski aðeins of heitt á köflum.... og flugan ætlaði okkur lifandi að drepa, en það var svo sem allt í lagi því að ég er töluvert stærri og frekari en hún..... en djö..var ég pirruð á henni...
Í dag er veðrið allveg eins og í lygasögu,ég meina maður veit ekki allveg í hvorn fótinn maður á að stíga.. hér er bara bongó blíða dag eftir dag og maður gerir ekkert annað en að njóta. Núna er bóndinn að sækja hrossin, við ætlum að skella okkur í smá túr hér um næsta nágrenni...kanski maður rekist á fýlupúkann Bono...aldrei að vita...
Athugasemdir
Bono bað mig að skila til þín, þegar hann birtist mér í draumi í nótt, að hann nýtur frjálsræðisins svo mikið þessa daga, leikur við litlu ungana..... veiðir flugur og eltist við dularfullar mýs úti í móa, að hann má lítið vera að því að koma inn.
Svo fann hann líka annað gat í innréttingunni....
Veðrið er undarlega gott! Hekla hlýtur að fara að gjósa......
knús
Hrönn Sigurðardóttir, 8.7.2007 kl. 16:20
Ég deili með ykkur aðkenningu að tortryggni út af þessu langvarandi góðviðri. En hvílíkur unaður, samt. Hvað eigum við að gera þegar hausthretin ganga í garð?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.7.2007 kl. 21:42
Þá kaupum við bara auka flösku af rauðvíni og yljum okkur við minningarnar...
Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 21:53
heyr heyr.... Hrönn mín við kaupum okkur heila "belju" af rauðvíni, hóum í Guðný og rifjum upp sumarið......
Fanney Björg Karlsdóttir, 9.7.2007 kl. 23:29
Nú er ég að KLUKKA þig!Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn !
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 22:38
Sæl og blessuð Fanney mín
Gaman að rekast á bloggið þitt! Nú verð ég dugleg að fylgjast með þér hehehe! Mér fannst skrítið að sjá að Matthildur litla væri orðin 25 ára en þér finnst nú ábyggilega skrítið að ég sé orðin ....´....já einmitt :-)
Hafðu það sem allra allra best
Jóhanna Jens ;-)
Jóhanna Jens (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 21:14
Iiii... það tók nú nokkrar mínútur áður en ég áttaði mig á því hver þú værir kelling.... en mikið var gaman að "heyra" í þér..... já já við eldumst allar.... en ég þó hægast hehehe...
Hafðu það sem allra best Jóhanna mín
Fanney Björg Karlsdóttir, 12.7.2007 kl. 00:29
Ég sá að þú hafðir komenntað hjá Þórdísi Tinnu vinkonu minni og varð þá náttúrlega að kíkja á bloggið þitt. Skemmtilegur þessi bloggheimur
Gaman hvað ég hitti þig alltaf af og til á ólíklegustu stöðum
Jóhanna hin síunga
Johanna J (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 12:58
Ég hef alltaf haft tendens til þess að vera sammála Fanneyju, - þ.e. síðan ég kynntist henni. Hef þó sjaldan verið meira sammála hennni en varðandi þessa beljuhugmynd með upprifjun. Let´s do it!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.7.2007 kl. 23:34
þá er bara að stefna að þessari upprifjun svona síðsumars..... svo gætum við nefninlega hist aftur seinna um haustið og haft krossapróf úr upprifjuninni
Fanney Björg Karlsdóttir, 12.7.2007 kl. 23:40
NÚ líst mér fyst vel á ykkur og hefur mér þó ekki litist illa á ykkur hingað til.......
Hrönn Sigurðardóttir, 13.7.2007 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.