7.7.2007 | 13:00
07.07.07
Þá er hann runninn upp... þessi margumtalaði dagur...... Dóttir mín er 25 ára í dag... Til hamingju með daginn Matthildur mín .... og svei mér ég held að þetta sé í fyrsta skiptið sem við mæðgur erum ekki nálægt hvor annarri á þessum degi en hú býr í Darnmörku og heldur daginn hátíðlegan þar
Hér í sveitinni gengur lífið sinn vanagang....og þó...... Bono.....annar kisinn minn virðist vera týndur... hann er búin að vera eitthvað fúll út í mig eftir að ég lokaði fyrir uppáhaldstaðinn hans, hann hafði nefninlega fundið sér leið undir ... já ég sagði undir... eldhúsinnréttinguna... síðan undi hann sér vel í sökklinum og lét sig dreyma um.... ja... guð má vita hvað.... mig vantar sárlega kisuhvíslara hingað í sveitina.... en hvaðumþað Bono hefur ekki sést hér við húsið síðan í gærmorgun...og félagi hans, Kjarkur, er nú farið að leiðast........ Ég er svo sem ekkert að farast úr áhyggjum.. hann hlítur að koma þegar hann verður svangur.... og trúið mér ..hann verður svangur.....
Athugasemdir
25 ára? Barnið? Svakalega eldist hún og við alltaf svona ungar
Innilega til hamingju með hana dúllan mín og Matthildur ef þú sérð þetta! Til hamingju með daginn!!
Sæktu mig bara! Ég skal hvísla
Hrönn Sigurðardóttir, 7.7.2007 kl. 13:08
segðu !!!!.... allveg er þetta stórmerkilegt... þar sem mér finnst ég ekki deginum eldri en 27
Fanney Björg Karlsdóttir, 7.7.2007 kl. 13:10
Takk fyrir takk fyrir....... :o)
Naut thess ad vera 24 ára fram á sídustu mín...
Saknadi thín rosa mikid og er ekki frá tví ad nokkur krókodíla tár hafa fallid thegar ég las kortid frá thér...
Vonandi er gott hjá ykkur í sólinni.... HILS!!!
matthildur (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.