21.6.2007 | 22:51
Kettina heim frh.....
Jæja.... þá eru kettirnir mínir komnir í sveitina... þar sem þeir eiga heima
Flutningurinn gekk allveg ótrúlega vel, ég var að sjálfsögðu búin að virkja einkasoninn í það að "pakka" félögunum, þ.e. þrífa klóið þeirra og setja í poka, pakka niður matar- og drykkjardöllum,kattamat, kattasandi að ógleymdum kattaleikföngum því ekki má þeim leiðast í sveitinni Sjálf var ég búin að fjárfesta í forlátu kattabúri til að bílferðin gæti gengi slysalaust fyrir sig því eins og ég sagði áður þá eru þetta innikettir og hafa aldrei.... og ég meina aldrei farið út fyrir hússins dyr .... ef hinar lögbundnu ferðir til dýrlæknisins eru ekki taldar með....
Nú... það er styðst frá því að segja að ferðin yfir heiðina gekk vonum framar... einstaka mjálm hér og þar en ég bara söng fyrir þá félagana og þá snarþögnuðu þeir greyin og ég gat haldið för minni áfram til fyrirheitna hreppsins í austri.......
Félögunum var haganlega komið fyrir í fletinu sínu með matardallana og klóið sitt innan seilingar og svo skall nóttin á.
Ég fór í vinnuna í morgun og kettirnir voru eftir heima hjá bóndanum, sem by the way er ekki beint forseti kattavinafélagsins...... en er samt besta skinn......menn geta ekki haft allt.... Þegar ég kom heim eftir vinnu tók bóndinn á móti mér með háðsglott á vör..... "Fanney mín...þetta eru ekkert venjulegir heimilskettir sem þú kemur með í sveitina...... sko þetta eru Hefðarkettir....... " og hvað.... eins og ég hafi ekki vitað það....... þetta eru MÍNIR kettir ... að sjálfsögðu eru þetta ekki VENJULEGIR kettir...... "ég meina ertu utan af landi........."... ég var sármóðguð..... en verð nú að viðurkenna að ég hélt að þeir félagar væru aðeins meiri hetjur.... hér læðast þeir meðfram veggjum og hrökkva í kút við minnsta hljóð.... ég veit svei mér ekki hvernig músaveiðarnar koma til með að ganga í haust...... en en.... ég er búin að fá kettina mína í sveitina og það er það sem skiptir máli..... ég hringi bara á meindýraeyði ef þetta verður eitthvað vesen með bón.....hmmm ég meina mýsnar....
Athugasemdir
tíhí ég styð þig - og kettina - alla leið.
Meindýraeyðar eru ekki svo dýrir.....
Knús
Hrönn Sigurðardóttir, 23.6.2007 kl. 01:38
Eru kisur að jafna sig á flutningunum? Búnir að taka óbyggðirnar í sátt?
Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 10:50
það er sko allveg spurning Hrönn mín, sá litli er alla vega komin með nýtt nafn, ákvað að skýra hann Kjark, en það er akkurat það sem hann þarf á að halda núna þessa dagana Kjarkur........ en þetta er samt allt í áttina...
Fanney Björg Karlsdóttir, 26.6.2007 kl. 11:17
hæ hæ, Hvaða lag söngstu?
Marinó Már Marinósson, 26.6.2007 kl. 11:28
ahahahah... je minn það man ég ekki... ætli það hafi ekki bara verið eitthvað gamalt og gott með bítlunum.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 26.6.2007 kl. 11:30
je right. Segir þetta bara hehe. Örugglega eitthvað diskó eða sænsk-ættað og Bónó og Kjarkur hafa verð kjaftstopp (mjálmstopp) á þessu lagavali í mömmu sinni.
Marinó Már Marinósson, 26.6.2007 kl. 12:48
Svo er bara að egna einni mús fyrir þá á dyramottuna og sjá hvor verður fljótari að stökkva á bráðina. Spái því að Kjarkur verði fyrr til.
Marinó Már Marinósson, 26.6.2007 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.