20.6.2007 | 10:35
Kettina heim....
Er á leiðinni í bæinn... já í alvöru, fríið er búið... í bili.. er að fara að vinna í blómabúðinni en þar vinn ég í dauða tímanum þ.e.a.s. þegar ég er ekki að vinna á Kleppi
En ég á líka annað erindi í bæinn, ég ætla mér nefninlega að sækja kettina mína málið er nebbla þannig að ég er búin að vera telja í mig kjark til að flytja þessar elskur hingað í sveitina en það eru ekki allir hér á bæ jafn upprifin af þessari hugmynd minni að þeir félagar, Bónó og Litli, eigi heima hér í Ásahrepp
Lífið í sveitinni er fjölbreytt og hér lifa saman hinar ymsu dyrategundir í sátt og samlyndi svona eins og gengur, en það er hér eins og annars staðar á jörðinni að sumir eru æðri, eða meiri velkomin en aðrir. Hér eru nokkrar hamingjusamar hænur og einn hani, hér er slatti af hestum og núna þrjú allveg yndisleg folöld... en hér eru líka mýs.... já akkurat..mýs... það væri nú allt í lagi ef þær héldu sig utandyra og þá helst í þar til gerðum girðingum... en nei... á haustin þegar kuldin kemur skríðandi yfir hæðirnar þá koma þessi kvikindi inn... og það er hér sem mínir félagar koma við sögu... kettirnir... þeir hafa að vísu aldrei séð mús... hvað þá mýs... nei nei þeir hafa lifað svona vernduðu lífi hjá mömmu sinni (mér) sem innikettir í Kópavogi...hafa aldrei komið út En sagan segir að kettir séu allveg afbragðsveiðimenn og ein stærsta ógn þeirra músa sem ekki virða ákveðin landamæri.... og því trúi ég eins og nýju neti..... bara einn hængur á .... ég þarf að sannfæra bóndann um þessa hugmynd mína... en veistu ég held að það gangi bara allveg......eða þannig.... muuuhaaaaa.....
Athugasemdir
Hvernig er eiginlega að flytja úr Kópó í sveitina? Mikið rosalega hlýtur hann að vera attractive þessi bóndi. Auðvitað verðurðu að hafa kisur. Það er erfitt að lifa kisulaus. Það finnst mér allavega, á köflum. Elskan mín, hvað ég hlakka til að heyra meira um lífið í sveitinni.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.6.2007 kl. 20:47
Ég er búin að sjá hann Guðný Anna - þetta er prins
Fanney ég treysti því að þú verðir bara ákveðin varðandi kisurnar - stundum þarf maður bara að vera ákveðinn, hins vegar er ég alveg viss um þær færa þér mýslurnar sprelllifandi og leggja þær fyrir fætur þér Ég átti nefnilega einu sinni kött og hann sagði mér það í trúnaði að hann væri að færa björg í bú.....
knús á þig
Hrönn Sigurðardóttir, 21.6.2007 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.