19.6.2007 | 22:05
Kaupstaðaferð......
Er að njóta þess í tætlur að vera í fríi enda er það að renna sitt skeið.... fríið sko...... Var í sveitinni í dag og tók til hendinni við hin ýmsu störf... kanski ekki allveg þessi hefðbundnu sveitastörf en samt. Unnum af miklum krafti í garðinum, slóum, rökuðum og reyttum arfa. Ég hafði komið við í Garðheimum í gær og missti mig aðeins í sumarblómadeildinni og nú þurfti að koma herlegheitunum í mold och...herre jesus hur fint det ser ut......
Við erum með nokkrar hamingjusamar hænur hér í sveitinni og erum búin að panta nokkra unga í viðbót þannig að ég var gerð út af örkinni og send í kaupstaðarferð til Selfoss til að kaupa sitt lítið að hverju til að geta tekið á móti nýju ungunum, það þurfti fóður, matardall, hænsanet og ýmislegt annað Á leiðinni á Selfoss áttaði ég mig á því mér til mikillar skelfingar að ég bar ekkert bleikt...alla vega ekki þar sem almenningur sér svona með eigin augum ég hægði ferðina og var mikið að spá í að snúa við og ná í eitthvað bleikt svona til að sýna samstöðu.... en svo fattaði ég að ég var með snyrtibudduna í bílnum (never leave home without it....) þannig að ég skellti bara á mig bleikum varalit og hélt áfram för minni til Selfoss.....
Þegar erindum mínum í kaupstaðnum var lokið og ég var búin að hlaða bílinn fyrir utan Bónus gerði ég soldið sem ég er nú ekki vön að gera... einfaldlega af því að ég er gunga og yfirnáttúrulega feimin kona.... svona stundum allavega...... en þarna við hliðina á Bónus býr kona sem ég hafði töluvert samband við á mínum yngri árum, þegar börnin mín voru lítil eða í gerjun..... en semsagt ég hef ekkert heyrt eða talað við þessa konu í mörg ár...... fyrr en ég rakst á hana í "kaupfélaginu" snemma í vor...allavega ég taldi í mig kjark og gekk hröðumog ákveðnum skrefum í átt að húsi hennar, vatt mér upp tröppurnar og barði ákveðið að dyrum...og viti menn ... þarna stóð hún...i allri sinni dýrð...... brosti út að eyrum og bauð mér í bæinn....... mmmmm svo gaman..... þarna sátum við og drukkum kaffi og smjöttuðum á minningum....... vona að ég hitti hana fljótlega aftur.... Hrönn mín kærar þakkir fyrir sopann og móttökurnar....
Athugasemdir
Takk sömuleiðis dúllan mín!!! Hvað það var gaman að fá þig í heimsókn. Ég er enn eins og hamingjusöm hæna....
Komdu sem oftast og ekki af því að það sé svo gaman þegar þú ferð
Hrönn Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.