31.5.2007 | 00:09
Sumarfrí......
Jæja, jæja, jæja... þá er komið að því... mín á leið í sólina í frí sem búið er að bíða eftir. En það er sko ekki tekið út með sældinni að skella sér burt í nokkra daga og svei mér ef ég smelli mér ekki á námskeið í "hvernig maður skipuleggur tímann sinn" þegar ég kem til baka. Síðustu dagar hafa verið allveg crasy, bara eins og hver dagur sé sá síðasti í röðinni Herre jesus...
Byrjaði náttúrulega allt með 100 ára afmæli Klepps þar sem ég var að vinna langt fram á kvöld á föstudeginum, rosa fjör og allt það, síðan var það opna húsið á sama stað á laugardeginum og þar var ég hlaupandi á milli hæða eins og rófulaus hundur fram að kvöldmat. Þegar Kleppsfjörinu lauk skellti mín sér í sveitasæluna, tók aðeins til hendinni þar eins og lög gera ráð fyrir. Næst lá leiðin í Reykholt, með smá viðkomu í vinnunni, átti reyndar aðeins að vera tvær klst en þær fjölguðu sér(þvílík ósvífni) og urðu sjö !!!!! En í Reykholt komst ég fyrir rest en þar var Nordisk Forum í Fjölskyldustuðning Beardslee... virkilega spennandi. Sat á fyrirlestrum og kynningum í dag, renndi svo í bæinn, smellti mér til doktors(mín komin með augnsýkingu... týpiskt... akkurat þegar maður þarf á því að halda að vera sætur og fínn, fallegur og strokin...
) fékk töfralyf svo nú er bara að bíða og sjá... kanski gerast kraftaverkin enn.... Nú er klukkan rúmlega miðnætti og ég búin að pakka... á að vera mætt út á flugvöll kl 04.30 þannig að kanski það sé best að halla sér....eða ekki..... Þessi texti er skrifaður í einni belg og biðu og er það með ráðum gert, það er til að lýsa hugarástandi mínu rétt á meðan ég skrifa þetta.... ég er að fara á límingunum.....
en en.. á sama tíma á morgun sit ég einhverstaðar á fjarlægðri strönd, horfi á sólarlagið og sötra sætan drykk með slatta af áfengismagni í....mmmmm.....
Athugasemdir
Þegar ég skrifa þetta ertu flogin á braut með sýkingu í auga á fjarlæga strönd....
....vona að þér batni hratt og vel svo þú verðir aftur falleg og fín - ert það örugglega líka með sýkingu
ha´ det bra........
Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 09:01
Viltu vera memm? Góða ferð og fjör, fagra Fanney.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.