27.5.2007 | 22:00
Er sumarið komið eða.......
Svei mér ef sumarið er ekki komið, til skamms tíma leit út fyrir að það myndi hausta snemma, Esjan hvít niður í miðjar hliðar og rúmlega það og meira að segja Ingólfsfjallið með gráan topp.... frekar haustlegt. Dagurinn í dag aftur á móti gefur manni tilefni til að hlakka til sumarsins, sól, hiti yfir frostmarki og nánast logn.....váááá.... maður getur ekki annað en fyllst bjartsýni.
Athugasemdir
já hiti yfir frostmark og kona er hamingjusöm. Svona er maður nú nægjusamur
Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2007 kl. 22:19
Í gær var hitinn svona eins og inni í ísskáp, en samt lét maður hafa sig í kaffi á svölunum. Kaffið var líka 50°heitt.
En Fanney; HVERNIG var laugardagskvöldskemmtunin á Grand? Er að deyja úr forvitni.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.5.2007 kl. 22:52
ahahaha..... veistu Guðny.... ég mætti ekki á Grand... og ég held að þetta sé í fyrsta sinn síðan ég byrjaði að vinna á Kleppi (10 ár) sem ég hef ekki mætt á haust/vorfagnað..... eru þetta ellimerki eða jafnvel þroskamerki.......
Fanney Björg Karlsdóttir, 29.5.2007 kl. 00:40
Ellimerki, elskan mín. Djö...sem mig langaði að fara. Ég fæ ekki svona tækifæri á hverju ári, eftir að Heilbrigðisráðuneytið sleppti tökum á mér og Félagsmálaráðuneyti tók við. Mæti á haustfagnaðinn hjá ykkur, - og þú líka - hvað sem öllum ráðuneytum líður. Og hananú.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.5.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.