26.5.2007 | 09:38
Aldarafmæli !!!!
Kleppur er 100 ára.... og í gær hófst afmælisveislan sem standa mun í heila 3 daga . Boðið var upp á heljarinnar afmæliskvöldmáltíð og dansleik í gærkveldi á Kleppi og var mikið fjör og mikið gaman. Páll Óskar og Monica komu og tóku fyrir okkur nokkur lög mmmmm það var sko dejligt enda Palli alltaf samur við sig síðan rak hvert tónlistaratriðið annað hvert öðru skemmtilegra. Síðar um kvöldið brugðu viðstaddir undir sig betri fætinum og dansinn var stiginn fram eftir kveldi undir dynjandi tónlistartakti þeirra BG og Margrétar..... allveg þrumustuð.... langt síðan ég hef skemmt mér svona vel og dansað svona mikið....
Í dag er svo opið hús á Kleppi og boðið upp á ymislegt skemmtilegt.... hlakka til...... það verður grillað, KK kemur og spilar og..... og...... svo kemur punkturinn yfir i-ið það verður nefninlega málþing um fordóma á Kleppi í dag.... það verður spennandi að sitja þar og hlusta og taka þátt i umræðum.
Athugasemdir
Mikið svakalega hefur verið gaman hjá ykkur í dag. Flenzufjandinn setti allverulegt strik í sósíal-reikningshaldið hjá mér þessa helgina. Ég dubbaði mig samt upp og smellti á mig Chanel og glossi og fór á málþingið um samfélagsgeðþjónustu - eða samfélagsgeðlækningar eins og læknarnir segja alltaf - á Grand Hótel. Það var alveg ágætt, en Páll Biering sló nú öllum við. Ætlaði eiginlega líka inná Klepp, en var svo alveg búin með varabirgðirnar og þurfti að fara heim og hvíla lúin bein, þjökuð af hita og vírusárásum. Hringdi svo í Rúbba og afpantaði miðann minn á borðhaldið í kvöld. Hversu langt getur maður orðið leiddur í lóumbeðnum leiðinlegheitum, geturðu sagt mér það, mín eina sanna Fbk?
Ein sem grætur og harmar sinn hlut og sleikir sín kaun.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.5.2007 kl. 01:32
já já og svo ertu náttúrulega farin að sofa núna! Svaka hefur verið gaman hjá ykkur. Löngu tímabært að ræða fordóma á Kleppi.
Annars er það helst af mér að frétta að uppreisnin stendur enn.... ég vaki á nóttunni og sef á daginn - eða þannig.... Kannski enda ég bara inni á Kleppi.
Vúpps bezt að fara að sofa
smjúts
Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2007 kl. 03:47
Já Guðný mín svona er lífið stundum.... ég er td allv hundfúl yfir þessari ráðstefnu á Grand....af hverju í ósköpunum var ekki hægt að leyfa Kleppi að eiga sinn afmælisdag í friði og hafa Grand-ráðstefnuna fyrr í vikunni..... hefið verið gaman að hlusta á þessi erindi.... en sem fyrr segir þá átti Kleppur minn hug og mitt hjarta þennan dag.......
Hrönn mín þú ert ekkert að gefa þig með þennan snúning þinn... ég meina núna er td sól, hiti og logn í Ásahreppi... en það er kanski ekki að marka ...því hér er alltaf sól og soleis....
Fanney Björg Karlsdóttir, 27.5.2007 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.