Göngum, göngum......

Jæja, jæja.... eins og allt annað tók biðin enda. Stefnan var tekin á Toppinn eftir að hafa staðið í samningaumræðum við veðurguðina í tæpan sólahring.

Vaknaði á ókristilegum tíma,kl 04.00  Gasp og eftir að hafa snætt hollan og næringaríkan morgunmat var ég mætt ásamt göngufélögum mínum til fundar við leiðsögumennina sem ætluðu að leiða okkur upp þetta tignarlega fjall.

Ég hafði, deginum áður, virt hnúkinn fyrir mér í hæfilegri fjarlægð og ég verð að viðurkenna að mér leist eiginlega ekkert á blikuna Errm, en ég var komin alla þessa leið og það var of seint að hætta við núna.

Ferðin upp hófst, við gengum hægt, löturhægt...... og meter eftir meter færðumst við ofar og ofar nær tindinum. Áður en ég vissi af vorum við komin í 1100 m hæð .....allv. ótrúlegt.....og ég tæplega móð, hvað þá sveitt...( smá ýkjur.... var kanski smá móð og auðvitað var ég bullandi sveitt... sólin skein og allt Tounge ) Nú tók við ganga yfir jökulinn, yfir óendalega langa sléttu, brekkan endalausa, hér var eiginlega aðeins tvennt í boði, ganga hnarreistur og njóta útsýnisins (sem nóg var af) eða hreinlega slökkva á hausnum og bara ganga áfram.... áfram ... og áfram..... Ég valdi að sjálfsögðu fyrri leiðina,þ.e. ég gekk og naut útsýnisins, öslaði þarna snjó með bros á vör, fulla þvagblöðru og ísandi kulda í fangið.... er ekki lífið dásamlegt....... hvar og hvernig átti ég að tæma blöðruna..... hefur engum dottið í hug að reisa kamra þarna á jöklinum... ég meina.... ef maður leit í kring um sig þennan dag  þá voru ca 200 manns á röltinu þarna í sama tilgangi og ég !!!!!!   .... en áður en ég vissi af þá var ég búin að slökkva á hausnum og bara gekk og gekk og gekk.... hugsaði um næstu ferð sem er á döfinni.... heitann sandinn á spánarströnd... mmmm....

Eins og svo margt annað þá tók þessi endalausa ganga yfir þessa endalausu sléttu, enda og þarna blasti Hnúkurinn við í öllu sínu veldi W00t.....

þegar þarna var komið við sögu var ég allveg búin á sál og líkama..... hugurinn orðinn fullur af efasemdum um andlega heilsu mína, maður er náttúrulega ekki allveg í lagi að leggja í svona ferð, æða áfram í snjó og kulda, sól og birtu, skafrenningi og logni.... ég meina það er til allveg frábær mynd af hnúknum og því útsýni sem hann hefur upp á að bjóða á póstkorti á hótel Freysnesi.... hvað er að....

Ég hugleiddi það alvarlega að láta staðar numið þarna, vera ekkert að púla þetta þessa síðustu metra..... en það voru sko ekki allir sammála mér í því og einhvern vegin það æxlaðist að áður en ég vissi af þá stóð ég sigri hrósandi,montnasta kona í heimi, á toppnum........ og... þetta var frábært....og ég er svo stolt... hreint út sagt montin... já allveg rígmontin.... og ég skammast mín sko ekkert fyrir það.....Grin 

Ferðin tók í heildina 14 klst. í dag eru þrír dagar síðan og ég er með harsperrur fyrir allan peninginn, hreyfi mig hægt og varlega,því mér er íllt í litlu lærunum svo ég tali nú ekki um kálfana..... en það er sko allveg þess virði.... er farin að velta fyrir mér hvert ég á að ganga næst,mér finnst Kristínatindar í Skaftafelli allveg ótrúlega heillandi..og svei mér þá..... þeir eru jú allveg heilum 1000 m lægri en hnúkurinn...sem sagt pís off keik Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jiii þú ert svo dugleg. Vildi að ég hefði verið með þér.

Og mikið rosalega varð ég glöð að þú hnipptir í mig í dag. Komdu við hjá mér einhvern tíma í góðu tómi.

Hrönn Sigurðardóttir, 22.5.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband