18.5.2007 | 11:28
Beðið eftir...........
Ég er búin að vera að bíða síðan......tja ... ég veit eiginlega ekki allveg nákvæmlega hvenær ég byrjaði að bíða.....
Þannig er nefninlega að ég tók ákvörðun í byrjun árs að Hvannadalshnúkur skyldi lenda í bunkanum yfir þau fjöll sem ég hef sigrað ( þau eru nú ekki ykja mörg....en þetta hljómar eitthvað svo....). Hnúkurinn skyldi vera tekinn síðla maí mánaðar á því herrans ári 2007,og í vetur hef ég því verið að bíða eftir því þolið aukist, úthaldið verði betra og styrkurinn verði meiri..og allt það...
Skráði mig í Stafgöngu og æddi um Laugardalinn í fimbulkulda vopnuð stafgöngustöfum í báðum....gekk bara nokkuð vel.. í þau skipti sem ég gat mætt . Ég var ásamt félaga mínum og maka í dansskóla einu sinni í viku...og það er nú ekkert smá púl að dansa á fullu í rúman klukkutíma einu sinni í viku.... en þetta er hreyfing og þegar maður er að bíða eftir þolinu, úthaldinu og styrknum þá telst allt með, jafnvel sú "hreyfing" sem á sér stað þegar maður ekur sér í stólnum og tegir sig eftir fjarstýringunni til að skipta um stöð í sjónvarpinu.... En hvað um það, þegar ákvörðunin um þetta fjallaklifur var tekin í upphafi árs var þessi atburður svo ´þægilega langt í burtu, ég hafði allan tíma í heiminum til að undirbúa mig, og ég veit allveg hvað það þýðir..... En það er svo undarlegt að tíminn hann líður og áður en ég vissi af þá voru bara sex vikur á áætlaðað dagsetningu....oh my god...... Kraftur var settur á Krísuvíkina og ég fór ásamt hópnum mínum í æfingagöngur á milli þess sem ég hreyfði mig meira í vinnunni,tók stigana í staðinn fyrir lyftuna, fann lykilinn af hjólinu mínu ( en ekkert meir) osfrv..... er sem sagt komin í allveg þokkalegt form og til í slaginn....en hvað...... eftir alla þessa fyrirhöfn og slag við andlegu hliðina..... ég get, ég get...... eða.. ég kemst þetta aldrei....... er ég enn að bíða.... Í þessum skrifuðu orðum á ég nefninlega að vera löðursveitt og lafmóð upp á miðjum jökli.... en það eru til einhver öfl sem ég gleymdi að gera ráð fyrir ( já ég veit.... ljós og engin heima...) nefninlega náttúruöflin.. veðrið u know..... ferðinni var frestað um allavega sólahring... og því sit ég hér í tölvunni og bíð eftir því að síminn hringi og kallið komi því að þessi helgi í lífi mínu er jú helguð honum....... Hvannadalshnúk........
Athugasemdir
ohhhhh I´m so proud of ya mama!!!!
hlakka til ad sjá myndir :o)
Matthildur (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.