Færsluflokkur: Bloggar

Í tilefni dagsins.....

Ég er orðin ansi fær í að vera í sumarfríi enda líður varla sú vika að ég taki ekki einn eða tvo sumarfrísdaga og þá nýt ég þess að vera til........ gæti allveg vanist svona lifnaðarháttum...Tounge

Fimmtudeginum í síðustu viku eyddi ég með ömmulúsinni en hún lagði land undir fót daginn eftir og er núna stödd í Florida...en þangað fór hún með fjölskylduna í smá frí....Crying... í heilar sex vikur verð ég að láta mér nægja að skoða myndir af krílinu...Woundering...allveg hreint með ólíkindum hvað lagt er á mann...Shocking..  en ég ber mig nokkuð mannalega.....allavega innan um aðra....

Ég fylgdist spennt með íslenska liðinu í gær.W00t.. reyndar varð ég að láta útvarpsútsendinguna duga...en hún dugði fínt...... í leikslok var ég stödd á Austurveginum...einsömul í bílnum út í kanti....og hágrét..... allveg eins og strákarnir.... og Þorgerður..... Þvílíkur leikur... þvílíkt lið.....þvílíkir strákar.... Ég herrti síðan upp hugan,þurrkaði tárin og sló á þráðinn til dóttur minnar í Danmörku, enn kærasti hennar er einn af strákunum okkar...... og vitiði það ....ég er svoooo fegin að þeir spili um gullið.... kanski silfrið...... því bronsið.... þið vitið.... er ekki allveg að passa inn í innréttinguna hjá þeim skötuhjúum...ToungeW00tPinch

Núna er ég á leiðinni í kaupstaðinn.... Selfoss.....til að dressa mig upp fyrir úrslitaleikinn á sunnudaginn.... maður getur nú ekki verið þekktur fyrir að sitja hér fyrir framan skjáinn og horfi á þennan merkisleik.....íklædd gömlum druslum...... nei takkk.... ég býð ekki strákunum okkar upp á soleis..... 

ömmusnúllan


Tjáning......

Enn einn yndislegur sumardagurinn er að kveldi komin... dagur sem byrjaði sem ósköp venjulegur haustmorgun...eða svo hélt ég....Joyful.. Ég tók mér aukasumarfrísdag í dag..... vaknaði með Bóndanum og skutlaði honum í vinnuna..... það var fallegt veður úti en samt svolítið kallt..... ég lagði mig aftur þegar ég kom heim... enda vakti ég yfir landsliðinu í nótt..Woundering.og maður þarf nú á sínum svefni að halda..... þegar ég vaknaði aftur um kl 10.00 var komin líka þessi Bongó blíða.... af Áshreppskum sið..... hitinn fór allveg upp í ca 20° hita þannig að það var lítið annað að gera en að njóta hans ....enda fer hver að verða síðastur að njóta sumarsins 2008....Halo.

Við fórum í berjamó í gær..... skelltum okkur í Grafnininginn og duttum niður á bláberjaþúfur....týndum allveg slatta bæði í fötur og munna......Tounge ..... svo að núna er ég með bláberjapaj í ofninum..... get ekki verið eftibátur Hrannar í þessum málum.... en ég rak inn nefið hjá henni í síðustu viku og smakkaði hjá henni þetta líka ljúffenga bláberjapaj...... mmmmm... konan er engri lík hvað þetta varðar....W00t.......

Eins og þið heyrið kanski ...eða sjáið... þá er ég ekki allveg í sambandi...veð úr einu í annað...W00t.. Málið er nefninlega að nú fer að styttast í að ég kveðji Kleppsspítala fyrir fullt og allt..... eða þannig..... eftir ellefu ára starf læt ég af störfum um mánaðarmótin og byrja að vinna á réttargeðdeildinni að Sogni og á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.....

Ég er ekki með sjálfum mér þessa dagana enda veit ég ekki allveg hvernig mér líður..... aðra stundina er ég yfir mig spennt yfir þessu nyja starfi og þeim verkefnum sem þar bíða mín...... en svo þyrmir yfir mig og ég velti því fyrir mér hvort ég sé eitthvað verri að hætta á Kleppi þar sem mér hefur oftast liðið svo vel og þar sem hefur verið svo gaman að vinna....Pinch...... ég er óttarlegur kleyfhugi hvað þetta varðar...... Ætli ég sé ekki mest hrædd við að þurfa nú að sanna mig allveg upp á nýtt..... ég veit allveg upp á hár fyrir hverju ég stend og nú er bara að koma því á framfæri við nýju vinnufélagana og ekki síst mína nýju skjólstæðinga......

Mikið lifandi skelfingar ósköp er gott að tjá sig svona........ég ætla að bjarga pæjunum úr ofninum....

Later.....Kissing


Gleði, gleði, gleði.....

Hekla mín er fundin....InLove..... Hún hafði af einhverjum óskiljanlegum ástæðum komið sér ofan í djúpa holu hér uppi á stykki....... og svo sat hún föst þar .......elsku litla sponsið....Woundering..hugsið ykkur í alla nótt.... alein í nóttinni...... En nú er hún sem sagt komin heim..... Bóndinn.... hver annar...Heart.. fann hana þegar hann í einhverju "Þrjóskukasti" ákvað að ganga aftur um landareignina til að freista þess að finna Hekluna sína.....og viti menn...... þarna var hún...... í Einholti ríkir nú einskær gleði, gleði gleði.....GrinGrinGrin

Grettir og Hekla


Hekla er týnd....

Ég er allveg miður mín..Frown.. Hekla mín tók upp á þeim óskunda að láta sig hverfa í gær...... Hún hefur sjálfsagt lagt af stað til að skoða heiminn..Woundering.. en þó sennilega aðallega einhvern stóran og stæðilegan hund til að leika sér með..... hún er nefninlega á lóðaríi blessunin....... En eftir sitjum við.... Bóndinn og ég allveg niðurbrotin.... Ég er búin að keyra hér um allan hrepp og kalla og góla..... blístra og ég veit ekki hvað.... en allt kemur fyrir ekki ...Hekla mín lætur ekki sjá sig..... og nú er ég orðin virkilega áhyggjufull....úff þetta er ekki skemmtilegt...... og ég er gráti næst....Crying

Tristan og Hekla


sunnudagur til.......

Það er víst óhætt að segja að hér sé allt á fullu....eða að maður hafi mörg járn í eldinum...... í dag er ég að mála baðherbergið og maður skyldi nú halda að það væri létt verk og löðurmannslegt...... en nei..... ekki í Einholti..... hér þarf að grunna og grunna og grunna..... þvílíkt litaræði sem hefur hlaupið í Bóndann þegar hann málaði hér síðast......Woundering..það er sko leitun að öðru eins...... en okei..... þar sem ég er nú þekkt fyrir að eiga erfitt með að skipuleggja mig.... eða að einbeita mér að einum hlut í einu.... þá er ég svona eins og fló að skinni ..... hleyp á milli verkefna..... (gæti hugsast að ég þyrfti einn skammt af Ritalini....)... en ég er semsagt að mála, horfa á endursyninguna á leiknum....( þar sem Sturla tengdasonur minn fór á kostum....... Húrra húrra Stulli InLove ).. vökva trén sem við Bóndinn gróðursettum í gær..... í hjáverkum hleyp ég um og gef á garðann.... eða þannig....það þarf að gefa hænum, kanínum, hundi og köttunum...... Svo er bara að bíða og sjá.... hvernig ósköpin koma til með líta út...kanski það verði allt löðrandi í helgidögum...... en það verður bara að koma í ljós...... maður hefur þá eitthvað til að skoða á meðan maður situr og sinnir kalli náttúrunnar.....Tounge.....

Í gær skellti ég mér í bæinn og eyddi deginum með ömmulúsinni....InLove... hún bara stækkar og stækkar.....og eyðir megninu af deginum í það að vera bara sæt....... svoo lík ömmu sinni....LoL

mynd XKZhA5mynd NLXRwe


hjúkket.... það tókst...:))

Jæja...loksins tókst mér að setja inn nýjar myndir...... er búin að eiga í basli við þetta í smá tíma...en allt er gott sem endar vel...

Set inn nokkrar myndir svona í tilefni af þessu tæknilega breikþrúi......W00t

Grettir og HeklaRakel og Jónína með kettlingana sína

Séð yfir Eldgjánna -On the top of the worldá Heklu m verslunarmannahelgina


Í sumarfríi...

Nú er mín í sumarfríi og er önnum kafin við að njóta þess...Smile.. veðrið hefur nú gert sitt til að maður geti notið lífsins með sér og sínum...... fáklæddur..Tounge. en þó innan siðsamlegra marka..Blush...Er að sjálfsögðu búin að vera mikið í sveitinni minni að sinna því sem þar þarf að sinna...... kanínum, köttum, hundi, hænum, hestum....... jú og svo auðvitað barnabörnum...Tounge.......

Á laugardaginn skrapp ég ásamt Bóndanum og vinum frá Selfossi á Heklu...... veðrið í byggð var ekkert til að hrópa húrra fyrir en á Heklunni skein sólin eins og henni væri borgað fyrir það... ég brosti mínu blíðasta á móti og arkaði upp í ákveðnum takti,..... spennti magavöðvana,.... spennti rassvöðvana og tók lítil skref....... allt fyrir lúkkið sko....... mín íklædd hlírabol og stuttbuxum..... sannkölluð sólargella.......  gleymdi aðeins einu...... ég gleymdi nefninlega sólarvörninni !!!!.... ég brosti hvorki blítt né sætt það kvöld.......Crying..... úff ..hvað þetta var sárt....... en ég er að jafna mig.... og svei mér ef ég verð ekki bara fallega brún....... svona á köflum allavega.......LoL....

Á sunnudaginn tók ég mig svo til og hjólaði í sund....... ca 10 km.....Tounge... það var hlýtt úti..... engin sól, léttskýjað og jafnvel nokkrir rigningardropar..... ég hélt því að það yrði í lagi að skella sér aðeins í sund, taka smá sundsprett og leggjast svo í pottinn.......en viti menn...... ég hlýt að vera svona sólarprinsessa... því að ég var varla komin ofaní sundlaugina þegar öll ský hurfu eins og þeim hafi verið blásið burt og sólin tók að skýna eins og hún væri á launum.....Shocking..   þarna svamlaði ég um í lauginni með annan stigs sólarbruna á handleggjunum.... svo ég tali nú ekki um litlu lærin.... þetta var ekki þægilegt..... en..eins og amma mín sáluga var vön að segja...."Þeir fá að svíða sem undir sig míga"...og með það fór ég uppúr með skottið á milli lappana....Errm.......

Við hér í Einholti fengum góða heimsókn á mánudeginum því hingað komu þau Hrönn og Loki frá Selfossi í öllu sínu veldi..... Bóndinn reiddi fram verðlaunaskúffuköku sína við góðar undirtektir Tounge... Hekla tók Loka undir sinn verndarvæng og kenndi honum sitthvað um lífið í sveitinni....

Ég byrja svo að vinna á ný eftir sumarfrí þann 14. ágúst en vinn þá einungis í nokkra daga því nú styttist í að ég byrji í nýju vinnunni...Woundering... það eru blendnar tilfinningar sem fylgja þessu brambolti mínu....ég bæði kvíði fyrir og hlakka til að byrja í nýrri vinnu... það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer allt saman....Cool Whistling...

Ég hef undanfarna viku verið að reyna að setja inn nýjar myndir á síðuna mína en það gengur eitthvað ílla hjá mér...er einhver sem kann skýringu á þessu ???


...og ekki lýgur mogginn.....

SporðdrekiSporðdreki: Rífðu upp stemninguna í kringum þig, líka hvað varðar líkama þinn, föt, heimili og bíl. Ef þér líkar efnisheimurinn þinn, ertu rólegur hið innra.

Góð ferð.....

Skellti mér í göngu með Bóndanum og restinni af genginu....."Mountain Mama"genginu alltso...Tounge... Við lögðum af stað á fimmtudagsmorgni,veðrið var kannski ekki eins og best var á kosið en við létumþað ekki á okkur fá enda vel kunnugt um það að hér er allra veðra von..... Skyggnið gerði það að verkum að við komumst ekki á Sveinstind í þetta skiptið....Woundering...vorum ekkert að slíta okkur út við að prila þarna upp vitandi það að við sæjum ekki u´t úr augum sökum þoku....GetLost..

Snemma næsta morgun var haldið af stað og var ferðinni heitið að Skælingum..... Veðrið var eins og best var á kosið og skapið eftir því...Mountain Mama gengið átti því láni að fagna í þessari ferð að kynnast allveg öndvegis konum sem kalla sig Unnur og ömmurnar...... og samkomulagið allveg stórkostlegt..... mikið hlegið og gert grín.... enda fólk allveg gjörsamlega áhyggjulaust þarna í óbyggðum þar sem Bóndinn hafði tekið með sér riffil til að bægja frá hugsanlegum ísbjörnum....þ.e.a.s. ef ögrandi augnaráðið ekki dyggði til...Wink... Eftir rúmlega átta tíma göngu lenti hópurinn svo þreyttur en sæll í Skælingum.

Eldsnemma ...og ég meina eldsnemma... og samkvæmt áeggjan hinnar árrisulu Óínu..Whistling... lagði svo hópurinn af stað síðustu dagleiðina....... nú skyldi gengið frá Skælingum, upp á Gjátind, niður eftir Eldgjánni og að Ófærufossi... þetta er mikilfengleg og falleg leið og nutum við þess í tætlur að ganga í blíðskapar veðri... Um kvöldmatarleitið komum við í Hólaskjól og nú beið hópsins langþrátt sturtubað.....LoL...og ekki vanþörf á eftir nokkra daga í óbyggðum fjarri svona lúxus... Steinar fararstjóri snaraði fram harmonikkunni og hélt uppi stuðinu langt fram á kvöld ferðafélögum sínum til mikillar ánægju......

Þessi ferð var hin mesta skemmtun og ekki skemmdi fyrir að hitta svona flottan gönguhóp eins og Unni og ömmurnar .... þetta eru hressar konur sem allar starfa í lyfjageiranum...Grin... í framtíðinni tek ég ekki annað í mál en að ganga með svona skemmtilegt apótek í farteskinu......Whistling.... Hóparnir stefna að því að ganga saman Strútsstíg að ári...... og ég meina það....

Set inn nokkrar myndir frá ferðinni... fleiri myndir er að finna í albúmi hér á síðunni merkt ferðalög...

Ferðafélagar 2008Sveinstindur - Skælingar-Hólaskjól 2008

Vilborg og FanneyGönguhópurinn skemmtilegi Unnur og ÖmmurnarÉg og Bóndinn Ófærufoss í baksýn


og enn fj........ í Einholti.....

....og hvað haldiði að hafi gerst í dag....... Það fjölgaði í Einholti.....W00tW00tW00t..... hingað komu tveir ungir bræður frá Selfossi og sóttu um pólititískt hæli...Pinch... málið er til umjöllunar í allsherjarnefnd.... en líkurnar á að þeir fái dvalarleyfi er mun meiri en minni...... þvílíkir sjarmar...InLove..... þeir ná allveg að bræða hvert mannsbarn......alla vega hér í Einholti.....Sjáiði bara......Kissing

Grettir og SnúlliFrúin með nýjustu íbúana...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband