14.9.2008 | 20:01
Vinsamleg tilmæli....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.9.2008 | 23:52
að lifa í raunveruleikanum.......
Ekki rétt að tala um kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2008 | 19:46
vika 1.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.9.2008 | 22:57
og það tókst......
"Vaknaði í morgun klár og hress....klæddi mig í föt og sagði bless........" ..
Í dag var minn fyrsti vinnudagur á nýjum vinnustað og hann gekk svona líka ljómandi vel...... ég komst alveg skammlaust frá morgunverðinum...... þó var á boðstólnum rúnnstykki með birkifræjum...en ég hef ekki góða reynslu á soleis morgunmat á nýjum vinnustað....fékk mér eitt stk fyrir kurteisisakir sem nýútskrifaður iðjuþjálfi í Lundi í Svíþjóð.... brosti svo eins og fífl í afmæli það sem eftir var dagsins með tennurnar svart-flekkóttar eins og norn..... eða eitthvað enn verra.. En sem sagt ég sé fram á spennandi og skemmtilegt uppbyggingastarf fyrir austan fjall..... og spáið í það ...... ég er tuttugu mínútur að keyra í vinnuna..... hrein og tær snilld.......og það sem meira er.... hér eru engir umferðahnútar...engin hringtorg og engin ljós...... bara nokkrir traktorar og einstaka mjólkurbíll á leið sinni á milli bæja........Ég held ég geti alveg vanist þessu......
Við skelltum okkur norður um helgina ég og Bóndinn..... smá helgarferð...alveg yndislegt veður og góð ferð í alla staði...... Læt hér fylgja með vísdómsorð sem ég heyrði á Húsavík....
"Kona sem segir að allir menn séu skepnur, elur með sér þann draum að verða dýratemjari..."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.9.2008 | 08:27
Í bæjarleyfi.....
Ég hef lítið bloggað í vikunni enda hef ég verið frekar upptekin kona þetta tímabil........ Mín er stödd i höfuðborginni á Minnisþjálfunarnámskeiði Þar hef ég lært nýja tækni við að efla og styrkja minnið þannig að nú get ég án mikillar fyrirhafnar þulið upp stærðfræðitáknið pí með eitt hundrað aukastöfum og prjónað munstur á meðan ..... annars gengur nú námskeiðið ekki út á að geta þulið upp þetta og hitt ...er aðallega að læra tækni sem beitt er við að efla minnið og þjálfa hugann... sem sagt í hnotskurn....." Use it or loose it...."
Í dauða tímanum hef ég svo sósjaliserað með vinum og kunningjum, sett mig inn í nýjustu og ferskustu kjaftasögurnar, kannað hvernig viðskiptin ganga í Kringlunni..... í ljósi þess að ég er flutt af svæðinu .... Ég fór í bíó og sá myndina Sveitabrúðkaup..... hún er einu orði sagt frábær.... ég get ekki annað en fyllst aðdáun yfir því fólki sem er búið þeim hæfileikum að geta gert svo stórkostlega mynd úr akkurat engu....... ég er enn að brosa út í annað og rúmlega það...... ég mæli hiklaust með þessari....
Er rokin... þarf að þjálfa minnið......
Later....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.8.2008 | 22:01
Enn fjölgar í Einholti.......eða þannig...
Jæja..jæja...jæja...... þá er helgin að verða búin..... allveg ágætis helgi...... ..... Stjúpsonurinn átti afmæli og að sjálfsögðu skunduðu allir á Selfoss til að halda upp á daginn með honum...... ......Í gærkvöldi fórum við í mat til Mörtu og Hössa upp í bústað þar sem sonur þeirra sýndi frábæra listamannstakta og teiknaði mynd af Bóndanum........allveg glettilega líkt fyrirmyndinni...upprennandi listamáli þarna á ferðinni......
Dagurinn í dag var heldur betur viðburðaríkur..... svo ekki sé dýpra í árinni tekið....
Ég hef alltaf sagt það... og mun halda því áfram...... " kraftaverkin gerast í Ásahreppi"... Munið þið eftir litlu sætu kanínustelpunum sem mér áskotnaðist í sumar???...... akkurat stelpunum....... Ein af þeim eignaðist unga í dag...... og það ekkert fáa..... 6 stk....... það gerðist semsagt það sem ekki átti að vera mögulegt...... kanínustelpurnar fjölguðu sér.....það kom náttúrulega í ljós við nánari skoðun að ein af stelpunum er strákur..... ekkert undarlegra en það.......
En ég segi og skrifa...... "Enn fjölgar í Einholti.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.8.2008 | 22:44
Hætt á Kleppi.....
Ég stimplaði mig út af Kleppi í dag....... í síðasta skiptið...... ótrúlegt en satt........
Dagurinn í dag er búin að vera mjög strembin....svo ekki sé meira sagt.... hann var mjög tilfinningaþrunginn og ég rambaði upp og niður allann skalann fram og tilbaka mörgum sinnum..... enda hanski ekkert skrítið ... það er ekki eins og maður sé að hætta í vinnunni á hverjum degi....... snift snift....
Fyrr í vikunni höfðu sjúklingarnir í iðjuþjálfun undirbúið heljarinnar kveðjuveislu fyrir mig undir dyggri handleiðslu starfsfólksins..... bakaðar voru kökur og vöfflur....allur pakkinn bara......alveg frábært.....Í dag hafði svo verið undirbúið kveðjusamsæti í kennslustofunni á Kleppi.... þar var samankomið fullt af fólki sem ég hef unnið með í gegnum tíðina..... Dr Kristófer hélt mjög skemmtilega ræðu sem var full af lofi og krúsidúllum...... maður varð bara hálf vandræðalegur...... úff... í kveðjugjöf frá vinnufélögum á Kleppi fékk ég mjög fallega hálsfesti og armband eftir Siggu og Tímó..... svona kærleikskúlu.......
Þegar öllu þessu var lokið og ég hafði verið föðmuð og kysst fyrir allan peninginn hljóp ég út í hús Iðjuþjálfunar ...... þar höfðu safnast saman iðjuþjálfar af Geðsviði- Kleppi Hringbraut og BUGLI.........Við áttum saman mjög góða og skemmtilega stund þar sem við slógum margar flugur í einu höggi...... Í iðjuþjálfun á Kleppi hefur sá siður verið viðhafður í mörg ár..... að starfsmenn sem starfað hafa í iðjunni í 10 ár eru heiðraðir með smá veislu til að fagna tímamótunum...... útbúin eru persónuleg viðurkenningarskjöl sem afhent eru með viðhöfn...og kátínu.... Í dag fögnuðum við þremur slíkum starfsmönnum..........
Vinnufélagar mínir í Iðjuþjálfun á Geðsviði eru með eindæmum skemmtilegt og hugmyndaríkt fólk..... í dag var mér afhentur fallegur handgerður poki sem var með fullt af vösum..... í vösunum voru litlir hlutir.... margir af þeim handgerðir....hver hlutur átti að tákna einn starfsmann.. ég fékk svo það erfiða ... en jafnframt ....mjög svo skemmtilega verkefni að reyna að geta upp á hver hafði útbúið hvaða hlut........ Ég vann á Kleppi í 11 ár og hef verið það lánsöm að eiga góða vinnufélaga allan tímann...og þeir vaxa sko ekki á trjánum....... Takk fyrir mig kæra samstarfsfólk..... það veit sá sem allt veit.... að ég mun sakna ykkar.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.8.2008 | 09:18
Fagnaðarfundir.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.8.2008 | 23:55
Góður dagur......
Eins og svo margir aðrir lagði ég leið mína í bæinn í dag til að taka á móti "strákunum okkar"...... Ég var bæði stolt, glöð og hrærð þar sem ég stóð á Arnarhól veifandi fána í gríð og erg...syngjandi klappandi og stappandi....ég tók fullan þátt í þessu öllu og af fúlustu alvöru.... þetta var alveg mögnuð stund........
Fyrri part dags hafði ég eytt með Matthildi minni sem kom til landsins til að taka á móti og fagna Stulla sínum.... Hún fór síðan í móttöku á Kjarvalstöðum en ég skundaði í átt að miðbænum hitti þar Hrafnhildi og Ólínu ásamt fríðu föruneyti og vorum við allar mjöööög samtaka í fagninu.....Eftir fjörið á Arnarhól var ég samferða Matthildi í rútunni að Kjarvalstöðum og það var nú soltið magnað að upplifa það hafa lögregluna með blikkandi ljós á fullri ferð fyrir framan bílinn....... en ekki fyrir aftan....... en ég hef svo sem upplifað það....... en ekki mjög oft samt..........Á Kjarvalstöðum fékk ég svo loksins að hitta Stulla minn og smella á hann kossi....... og ég fékk að snerta og skoða silfrið...... O M G ...ekkert smá flott.... ég fylltist lotningu...... svo ekki sé meira sagt.....Stulli minn...enn og aftur ....innilega til hamingju.......
Ég má til með að henda inn einni mynd af ömmusnúllunni....... sem er úti í Florida...... ég sakna hennar..... mjööööög mikið........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.8.2008 | 13:58
af tíkum og öðrum tíkum.....
Þeir hafa verið fjölskrúðugir dagarnir í sveitinni nú undanfarið....svo ekki sé meira sagt... Heimasætan hefur verið á lóðaríi og er þar af leiðandi allveg gjörsamlega friðlaus...... nú er ég að tala um tíkina..... Heklu.... bara að það sé á hreinu..... Fyrir utan standa vonarbiðlarnir frá næstu bæjum allveg í röðum og bíða eftir að hún byrtist í öllu sínu veldi....... það er svona eins og hafa París Hilton á heimilinu...... æstir aðdáendur um allar jarðir ofan í öllu, uppá öllu og inní öllu...liggjandi á gluggum og mígandi utan í allt og alla....... ég ...í hlutverki siðapostula...... fer út með tíkin í bandi...... hún verður jú að fá tækifæri til að gera sín stykki þrátt fyrir allt og allt.....ég gef biðlunum íllt auga og hvessi mig við þá...... þetta eru "ílla ættaðir" andsk.... og alls ekki sæmandi eðaltík eins og Heklu.......
Annars held ég að það sé farið að renna tvær grímur á sveitunga mína í Ásahreppi...yfir þessari fordekruðu borgarpíu..... sem keyrir á milli bæja leitandi af húsdýrum sínum signt og heilagt..... í fyrrasumar tók nefninlega einn af mínum ofdekruðu inniköttum úr Kópavogi upp á því að láta sig hverfa og mín settist upp í bíl ... keyrði á milli bæja og spurðist fyrir um kvikindið...... fólk lét sér fátt um finnast......hann myndi sjálfsagt skila sér heim fyrr en seinna.... en slíkra er dýra siður upp til sveita......Um daginn.... þegar fór að bera á ákveðinni hegðun hjá tíkinni.... þá átti hún það til að svala forvitni sinni og annari þörf sjálfsagt líka og gerði þá tilraunir til að flakka á milli bæja í sveitinni til að kynnast hundunum þar..... móður sinni til ....ekki svo mikillar ánægju....... mín náttúrulega gerði sér lítið fyrir..... settist upp í bíl.... keyrði á milli bæja og spurðist fyrir um kvikindið...... þið getið rétt ímyndað ykkur undirtektirnar...... I rest my case...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)